Um Banana

Hjartað í lýðheilsu Íslendinga

Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum og mötuneytum.

Fyrirtækið byggir á traustum grunni en það var stofnað stofnað þann 18. júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Eins og nafnið gefur til kynna voru fyrstu starfsár fyrirtækisins helguð innflutningi og þroskun banana.

Bananar leggja sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina sinna um gæði, verð, fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu. Með þetta leiðarljós í forgrunni beina Bananar viðskiptum sínum til framleiðenda í löndum nær og fjær, þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er fremst á hverjum tíma.

Viðskiptum okkar beinum við til landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Við erum einnig í góðu samstarfi við innlenda garðyrkjubændur. Við fáum vörur vikulega með skipi og daglega með flugi. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Ávextir og grænmeti verða sífellt mikilvægari þáttur í daglegri neyslu Íslendinga og er það sýn Banana að vera „Hjartað í lýðheilsu Íslendinga“ og með því að leggja sitt af mörkum til þess að auka heilbrigði og hamingju íslensku þjóðarinnar.

Ávextir

Veldu fyrirtæki