Atvinna
Laus störf
Bananar er rótgróið fyrirtæki sem hefur tekið miklum stakkaskiptum og áherslubreytingum á síðustu misserum. Þessar breytingar hefðu ekki verið mögulegar án samvinnu allra í okkar samheldna starfsmannahópi.
Fyrirtækið hefur á að skipa fjölbreyttum og fjölþjóðlegum starfsmannahópi en hjá okkur starfa að jafnaði 105 starfsmenn, með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu.
Allt frá innkaupum til dreifingar leggur starfsfólk Banana sig fram við að koma hágæða ávöxtum og grænmeti til verslana og fyrirtækja um land allt.
Markmið Banana er að vera eftirsóknarverður vinnustaður, skipaður vel þjálfuðu, stoltu og ánægðu starfsfólki. Við leggjum ríka áherslu á jákvæða vinnustaðamenningu sem einkennist af trausti, virðingu og samvinnu heilt yfir.
Öll laus störf hjá Bönunum eru auglýst í gegnum alfred.is

Gildin okkar
Gildi fyrirtækisins spila stóran sess í áherslum og stefnu mannauðsmála og eru kjarninn í öllu sem við framkvæmum, hugarfari okkar og samskiptum á vinnustaðnum, hvort sem um ræðir samstarfsfélaga, viðskiptavini eða birgja.
- Heiðarleiki
- Hamingja
- Hugrekki
- Heilbrigði

Myndagallerí




