1. mars,

2025

Glænýr vefur og vefverslun

Aukin þægindi fyrir viðskiptavini okkar

Við kynnum með stolti nýjan vef og vefverslun sem markar spennandi áfanga í starfsemi Banana.  

Með tilkomu vefverslunarinnar skapast aukin þægindi fyrir viðskiptavini okkar að panta ferska ávexti og grænmeti á aðgengilegan hátt, hvar og hvenær sem er. Við höfum mikla trú á því að viðskiptavinir okkar muni taka vefversluninni fagnandi. 

Á sama tíma uppfærum við vefsíðu okkar með helstu upplýsingum um starfsemi okkar, þjónustu, vöruúrval og vinnustaðinn.  

Hönnun síðunnar er lífleg og litrík og mikil áhersla lögð á upplifun viðskiptavina og að vöruspjaldið sýni allar helstu upplýsingar ásamt fallegri vörumynd.  

Helstu aðgerðir viðskiptavina í vefversluninni: 

  •  Viðskiptavinir sem eru með aðgang að vefversluninni geta skoðað vöruúrval og pantað hvar og hvenær sem er 
  • Vöruupplýsingar og birgðastaða í vefverslun tengdar viðskiptakerfi Banana ásamt viðskiptakjörum hvers viðskiptavinar  
  • Notendavænt pantanaferli með valmöguleika um að endurtaka pantanir, merkja eftirlætisvörur, útbúa óskalista og fleira 
  • Örugg innskráning með rafrænum skilríkjum og/eða Auðkennisappi 
  • Aðgengilegar upplýsingar á vöruspjaldi (vörunúmer, sölueining, þyngd, kg.verð, upplýsingablað, upprunaland, verð) ásamt vörumynd 
  • Vöruleit þar sem hægt er að setja inn vöruheiti á íslensku og ensku eða leita eftir vörunúmeri 
  • Vöruvöktun sendir tilkynningu til viðskiptavinar þegar vara er komin aftur á lager 
  • Mínar síður þar sem viðskiptavinur getur nálgast reikninga, hreyfingalista, fyrri vefpantanir og fleira
  • Hver notandi getur tengst fleiri en einu fyrirtæki   

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að senda okkur athugasemdir og ábendingar um villur og/eða virkni sem mætti bæta með tölvupósti á netfangið bananar@bananar.is eða hafa samband við söludeild í síma 525 0100.  

Við hlökkum til að opna aðgang að vefversluninni fyrir fleiri viðskiptavini á næstu vikum og þróa vefverslunina áfram með jákvæða upplifun að leiðarljósi. 

Veldu fyrirtæki