12. febrúar,
2025
Vinnustaður í fremstu röð annað árið í röð
Bananar eru á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð annað árið í röð.
Viðurkenninguna fá þau fyrirtæki sem mæta skilyrðum Moodup um:
- Að mæla starfsánægju, a.m.k. ársfjórðungslega
- Bregðast við endurgjöf starfsfólks
- Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnuveitendur
Á árinu 2024 voru sendar út 6 púlsmælingar með 83% svarhlutfalli til starfsfólks Banana og mælist starfsánægja nú 8,1/10.
Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sem staðfestir að Bananar leggja mikinn metnað í að skapa gott starfsumhverfi og tryggja vellíðan starfsfólks. Þessi góði árangur næst eingöngu með því að sýna í verki að álit framúrskarandi starfsmannahóps skiptir máli til að ná árangri og viðhalda hárri starfsánægju.