Breyting á sátt Samkeppniseftirlitsins við Banana

28. ágúst, 2024

Bananar hafa á undanförnum misserum mótað stefnu sína með það að leiðarljósi að efla þjónustu fyrirtækisins til muna. Í þessari vegferð hafa Bananar lagt ríka áherslu á að uppfæra og þróa upplýsingatæknilegu innviði sína, með það að markmiði að mæta sífellt aukinni þjónustuþörf viðskiptavina sinna á skilvirkan og öruggan hátt.

Í þessum tilgangi hafa Bananar ráðist í umfangsmiklar breytingar á upplýsingatæknikerfum sínum. Innleiðing nýrra hugbúnaðarlausna og kerfa, sem ætlað er að styðja við aukna þjónustuþörf, er lykilþáttur í þessari þróun. Með þessum breytingum er lögð áhersla á að hámarka rekstraröryggi, bæta upplifun viðskiptavina og tryggja sveigjanleika í þjónustu.

Samhliða þessari þróun hefur farið fram endurskipulagning á rekstri upplýsingatæknikerfa Banana og miðlægur rekstur kerfanna færður undir upplýsingatæknisvið Haga.

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt umræddar breytingar og sett nánar tilgreind skilyrði fyrir aðgangi starfsmanna upplýsingatæknisviðs Haga að kerfum  Banana, m.a. um aðgangsstýringar, rekjanleika aðgangs og eftirlit, sbr. ákvörðun eftilitsins nr. 17/2024 https://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/nr/4587.

Þá gilda áfram hömlur á aðgangi annarra starfsmanna Haga að viðskiptaupplýsingum Banana og miðlun Banana á slíkum upplýsingum.