Bananar og önnur dótturfélög Haga í fremstu röð í nýrri sjálfbærniúttekt PwC
23. ágúst, 2024
Við hjá Bönunum erum afar stolt af því að móðurfélag okkar, Hagar, skipar sér í hóp þeirra átta fyrirtækja sem standa sig best í loftslagsmálum samkvæmt nýjum sjálfbærnivísi PwC.
Sjálfbærnivísir PwC er árlegt yfirlit um hvernig sjálfbærnistarf 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands gengur og tekur mið af gæðum upplýsingagjafar, markmiðum og árangri í samdrætti í losun.
Bananar og önnur dótturfélög Haga skara fram úr á öllum mörkuðum sem við störfum á. Þessi árangur staðfestir skýra stefnu í umhverfismálum, skuldbindingu við að draga úr losun og leggja okkar af mörkum til sjálfbærari framtíðar.
„Við hjá Bönunum munum halda áfram á þessari braut og framtíðarsýn okkar er skýr. Við ætlum að vera leiðandi í innflutningi, sölu og dreifingu á hágæða ávöxtum og grænmeti, innlendu og erlendu, og einnig að vinna það á þann hátt sem styður við umhverfið og eykur virði samfélagsins okkar. Þessi viðurkenning er hvati til að halda áfram að vinna að metnaðarfullum markmiðum okkar í umhverfismálum,“ segir Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana.
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum til að fá frekari fréttir af starfsemi okkar.