Avocado
Avocado eða Lárpera er próteinrík og mikilvæg uppspretta fitusýra auk E-, A-, B- og K- vítamína ásamt steinefna. Avocado er frábrugðin flestum öðrum matjurtum og ávöxtum að því leyti að fituinnihaldið er hátt, um 16-30% af þunga. Fitan samanstendur aðallega af auðmeltanlegri olíu sem er rík af fjölómettuðum fitusýrum. Avocado er milt á bragðið og hentar vel bæði í sæta og salta rétti.
Besti geymsluhiti : 10-15°C